20. apr. 2006

Sumarið er komið, gleðilegt sumar. Mikið var þetta ágætis dagur. Við stelpurnar eltum skrúðgöngu frá Hagaskóla og niður í Frostaskjól. Horfðum þar á skemmtiatriði, hopuðum í hoppukastala, fórum í þrautakóng, hittum Öddu og Charlotte og fengum kaffi. Síðan var farið í pönnukökur og kaffi hjá frændfólki. Aumingjas nýbúinn var í vinnuni. Að hugsa sér, nú er einhver hálvitinn hér að mæla með því að það verði stofnaður stjórnmálaflokkur í anda Píu Kærsgaard? Heldur að þetta sé í lagi? Og danski bankinn heldur áfram með hrakspár sínar. Ég er vissum að þeir eru bara með jenteloven á fullu:"nei deher går ikke, man kan ju ikke købe magsin bare sådan, lille ven, det gør man bare ikke!" Heheh vottar fyrir beiskju og biturleika hjá mér, nei als ekki, mér finst bara hlutirnir als ekki svo slæmir hér á landi. Það er 1,5 prósent atvinnuleysi! Vinnuskólinn fær ekki nóg fólk í vinnu, enginn sem ég þekki farinn á hausinn, allir í gúddífíling. Ég líka!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr!!!