28. apr. 2006

Ég er ótrúlega þreitt. Get ekki gert neitt af viti hér heima. Ég er svo búin að af ala karlinn og hann heldur bara að hann sé fluttur heim til mömmu aftur. Þegar ég var heimavinnandi með R þá eldaði ég, þvoði og þreif og verslaði og borgaði reikninga með hans peningum og hann vann. Nú vinn ég líka en geri allt hitt líka.. eða ekki. Ohh ég nenni ekki að taka þetta stríð. Ég vona að þið sem eigið stráka alið þá upp þannig að heimilsstörfin sé jafn eðligegur hlutur og fara á klósetið. tuð tuð tuð. Ég fíla mig sem bitra úrvinda þreitta húsmóðir í vesturbænum... vanntar bara rúllur, hárnet og sígó. Fer að vinna í þessu...

Annars er bara vika í ferðina til Danaveldis. Það verður nú gaman. Við klúðruðm náttúrlega að fá herbergi en fundum snjalla lausn: Móbælhómið hans tengdó. Fáum það lánað og svo bara kamping á bílastæðinu á öresundkolleginu heheh snild, mér finst þetta ótrúlega findið. Set in myndir síðar haha.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

velkomin í kaffi og með því.... hlakka til að sjá ykkur

Nafnlaus sagði...

Er það.....shit...hvað á að gera í því

Regína sagði...

hvað með gestó...er ekki hægt að redda svoleiðis?

SL sagði...

Takk fyrir síðast...gaman að þú komst!

Ólöf sagði...

Heja sorrí með sunnudaginn, valurinn alveg morkinn, held að það hafi ekki verið vitlaust að fresta! Grenj grenj mega fun!

Ólöf sagði...

Ojojojoj eru þeir farnir að ráðast inná bloggsíðurnar líka! Full langt gengið!