9. maí 2006

Jæja, þá erum við komin til Danmerkur. Það er nú voða huggulegt að vera komin. En við hjónin erum sammála um það að við mundum ekki vilja búa á Öresundskolleginu. Við erum mjöög fegin að vera flutt þaðan. En það var ósköp yndislegt að hitta allt góða fólkið okkar. Og ég upplifði mig eins og þegar fólk talar um að þurfa að skipta sér á milli fjölskyldna þegar þau eru á Íslandi. Við þurfum að hitta fjölskyldu Christians og svo líka fjölsylduna okkar íslensku.

Við erum búin að hitta flesta einusinni og útlyt er fyrir að við hittum fólk ekkert mikið meir vegna þess að M lagðist í ælupest og niðurgang. Þannig að við sitjum föst úti á nörrubrú í steikjandi hita og teingdamamma á leiðinni að sækja okkur. Og við sem ætlðum jafnvel að sofa í mobælhómi í nótt. En við gerum það bara næst.

Á morgun förum við til flögn og hittum elstu systur Chr og pabba hans og svo á fimmtudaginn fer m að hitta vinkonu og við að sjoppa eins og sannir íslendingar. Strauja kortin eins og brjálæðingar. OG á föstudaginn tékkum við inn á Admiral Hotel!

2 ummæli:

elín sagði...

Ohhh og ég sem var orðin svo spennt að sjá þetta móbælhóm.....:)

Elín

Nafnlaus sagði...

Jæja, þá erum við komin heim frá Danmörku.....................................................................................................................................