25. feb. 2006

Vetrarhátið í Reykjavík






Við fjölskyldan skelltum okkur á vetrarhátíð hér í bæ. Byjuðum á því að röllta okkur niður í bæ úr Hlíðunum og fara út að borða eftir vinnu. Síðan fórum við á Borgarbókasafnið í Tónsmiðju með Möggu Stínu og Benna Hemm Hemm og röltum um bæinn og tókum strætó heim í hlíðar. Í dag byrjuðum við á því að fara í foreldraviðtal á öldukoti. Ekkert nýtt þar bara allt í þessu fína. Svo skelltum við okkur á skauta í Laugardalnum og fórum svo á Bæjarins bestu og fengum okkur eina með öllu. Fórum á kaffihús og fengum okkur kaffi, bjór og kakó. Fórum og gáfum öndunum og kíktum loks á sýningu í Ráðhúsinu. Á morgun verð í brjáluðu stuði til að pakka eftir þennan fallega dag í Reykjavík.

2 ummæli:

Heiðrún sagði...

gangi þér vel að pakka, þú átt alla mína samúð. Eins og það sé ekki nóg að byrja í mýrri vinnu og flytja...

Frú Elgaard sagði...

jamm takk takk, ég veit þetta er nett geeedveiki en samt. Bíta á jaxlinn og bölva upphátt og illu er best aflokið eru mín mottó í þessu öllu saman! Og þvílík gleði og sæla þegar þessu er lokið haaa, haldið að það sé! Gvööööð!