
Við stelpunar fórum upp á Akranes um helgina. Það var rosa fínt. Chr. átti að koma á laugardeginum því það var fjölskylduþorrablót hjá móðurfjölskyldunni minni. En hann fékk hálsbólgu og eyrnaverk og lá því bara í rúminu og kom svo og sótti okkur í gær. En þetta var bara frábær helgi. M fór á Langasandinn með Afa sínum og fænda og ég og R hugguðum okkur.
En á föstudaginn var hringt í mig frá Vinnuskólanum og ég var beðin um að byrja að vinna 1. mars nk. frrááábært. OOOh ég hlakka svo mikið til að fara að vinna. Okkur vantar bara pössun fyrir R. Til að byrja með fær Chr að vinna á kvöldin og svo fáum við að sjá hvað gerist. Annars skín sólin en samt tveggja stiga frost, aldrei þessu vant. Einn og hálfur mánuður í vor.
7 ummæli:
Til lykke med jobbið!
Æði að þú ert komin með vinnu:o) Bið að heisa snúllunum og kallinum.
Kær kveðja Maríanna
til lukku, lukku, lukku, lukku, lukku!
hmmm 1 og hálfur mánuður í vor....:o/ þú veist að þú ert á Íslandi þar sem snjóar næstum iðulega á sumardaginn fyrsta sem er í lok apríl;o)
já voðalega vorar snemma hjá þér
svona svona bjartsýnin lengir lífið.
til hamingju með vinnu.
sendu r bara aðeins til okkar, við finnum alveg út úr þessu hérna.
er það ekki???
ooohhh jøaa
Skrifa ummæli