22. nóv. 2004

Rokk helgi from Hel!

Þessi helgi er búin að vera furðuleg. Tónleikarnir með Nick Cave voru æði. Hann er rosa sætur allavegana fjarskafallegur. Svo var ansi skemmtilegir tónleikar með hljómsveit sem heitir Trabant og svo var sko diskó. Og það var dansað og það var fullt af fólki frá Íslandi og það var bara rosa stuð og fólk var alveg á útopnun. Mér tókst að vera rosa glöð rosa hamingjusöm rosa hissa og rosa reið og rosa þreitt og svo rosa kalt á leiðinni heim. Og svo daginn eftir fór ég í Jónshús að selja inniskó. Það tókst bara vel og ég verð að framleiða fullt í viðbót vegnaþess að mér var boðið að vera með á basar 11 og 12 des. Oooog eftir markaðinn plataði Adda mig út á pöbb í smá spjall og svo þegar ég kom loks heim þá var Flóki kominn í pössun og Heiðrún hringdi og spurði hvort ég kæmi að drekka rauvín. Ég var hálf mygluð frá deginum áður og var því ekki alveg vissum hvort ég nennti með út að dansa. En jú ef það er skemmtun í boði þá er víst ekki erfit að sannfæra frúnna um að það væri ágætt að fara út og fá sér einn sving. Við fórum á einn helsta kjötmarkað Kaupmannahafnar og dönsuðum og drukkum og létum eins og vitleysingar. Það gerðist líka ýmislegt skondið. Ein datt af barstól, spjall við kaupmannhafnar löggur, reyndum að fá nokkra skota til að sýna okkur undir pilsið og svo týndist pels sem svo fannst og svo var farið á morgun bar og þar var spjallað og þar fékk ég knús af trölli og svo fórum við heim. Og morguninn eftir vaknaði ég ekki. Og er samviskan enn að naga mig gagnvart manninum mínum. En nú ætla ég bara að prjóna og prjóna þangað til 11 des.

Engin ummæli: