17. nóv. 2004

kaffi.

Ohh, ég er enn að reyna að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Í gær ákvað ég að fara í nýjan skóla. hmmm, ég á eftir að vera í skóla alltaf.
Ég er líka í rosalegri inniskóaframleiðslu núna. Það er hreynt ótrúlegt hversu vel það gengur. muhhaha. Ég er búin að prjóna 13 pör og ætla ég að selja megnið af þeim í jónshúsi á laugardaginn. Þannig að spurningin er hvort ég verði ekki bara inniskóaframleiðandi. Ég gæti líka verið sófaprufunarkona, það er svona kona sem athurgar hvar mesta slitið verður á sófum þannig að hægt sé að betrumbæta þá. Svo gæti ég líka verið sjónvarpsþátta dómari. Mín sérþekking væri lélegt sjónvarps efni. Ég gæti líka stundað hina stórkoslegu íþrótt fjarstýringastjórnun. Þessi íþrótt gengur út á það að vera fljótastur að skipta í um stöðvar og sammt sjá hvaða þáttur er á hverri stöð... ég mundi þokkalega vinna þessa kepni. Í dag er ég dagkaffidrykkjukona.

Engin ummæli: