9. ágú. 2004

Sólstingur!

Í morgun ákvað ég að fara í sólbað úti í garði og lesa bók í stað þessa að kúldrast í svitakasti uppi í íbúð. Og það var bara ágætt, ég var að druslast inn núna eftir fimm tíma bakstur, eina bók og mikinn og góðan kjafta gang. Mér fannst þetta svo fyndið á tímabili þá sátum við öruglega 8 - 10 konur og láum eins og gyðjur í grasinu og drukkum kaffi og möluðum út í eitt. Allar svaka sætar sumar ólétta og það var eins og við gerðum aldrei neitt annað og að menn okkar væru hinar fullkomnu fyrirvinnur og börnin stiltust í heimi og það eina sem við hefðum áhyggjur af væri að mæta á réttum tíma í manikjúr, petikjúr og leikfimi og lesa slúðurblöð og brosa..... dásamlegt! En veruleikinn kemur með haustinu og minkandi hitastig en .... það eru sammt nokkrarvikur í það ..... lengi lifi draumaland!

Engin ummæli: