7. júl. 2004

Komin heim!

Við erum komin heim, við lifðum af drullu og vosbúð. En þetta er ágætt að gera svonalagað einu sinni á ári, er að hugsa um að láta þetta verða að tradísjón!
Pixis voru hreynt út sagt æði. Ég hoppaði dansaði og öskraði og horfði á fólk í kringum mig brosti og lifti þumafingrinum og var í sæluvímu. Ég drakk ágætlega ekkert um of en alveg nóg. Iggy Popp er bara konungur rokksins hér með. Hann er með of stóra húð en er hin sami og hann var fyrir 40 árum alveg eins. vvaaaaaaa hann er allt of flottur. Aðrar hljómsveitir voru snild. En best var fólið. Það var gaman með fólkinu sem við vorum með í búðum og svo kynntumst við fullt af nýju fólki. Og núna er hluti af þessu fólki kanski að kíkja í heimsókn í nóvember. Mjög skemmtilegt. Og svo erum við búin að bjóða öðru fólki í ostafondu. ofl ofl.
En eitt er sem ég veit ekki hvernig ég á að taka, ég var spurð um skyrteini á barnum! Og mér finnst það eiginlega ekki skemmtilegt, vegna þess að maður þarf að vera 16 til að kaupa bjór og 17 ára systir Stjána sem var með okkur var í engum vandræðum og ér er fokking 31 að verða!

Engin ummæli: