14. okt. 2004

90's?

Á mánudagin drifum við Diza dezz okkur í aerobik, það er nú ekki frásögu færandi nemahvað að eftir tíman vorum við að drífa okkur út og Díza í nýrri úlpu og við vorum að dáðst af henni. Ég sýndi henni mína úlpu ánægð, fékk hana frá mömmu og pabba í jólagjöf í fyrra, og þá sagði Díza: "Já, einmitt ég var að pæla í að kaupa svona svipaði úlpu, mér finnst hún mjög flott, hún er bara svolítið 90's!". 'Omægot, hugsaði ég, Það er komið 2004 og mér finnst ennþá vera 1990 og eithvað. Er ekkert búin að fatta það að það eru nú að verða fimm ár síðan og skyndilega fékk ég svona tilfinningu að ég væri nú kanski, jafnvel aðeins að eldast. Ég er alls ekkert í rusli heldur varð þetta bara alltí einu svona veruleika kikk! Ég var í 80's týskunni og 90's en ég held að svona megnið af Millenium týskunni hafi farið framhjá mér! Allavegana þá Finnst mér hlutir sem ég keypti eftir útskriftina mína 1999 enþá voða fínir og sumar flíkur eru jafnvel enn spari! hmmmm.

Annað dílemma sem ég er í núna er að ég er komin með vinnu og þarf að mæta á fundi. Ég á bara ekkert svona buissniss dress til þess að mæta í. Sumir eru með hvassa frammkomu yfirlyt og þurfa ekkert að klæða sig neitt sérstaklega. Ég afturámóti líkist oft bangsabestaskinn með bros á vör og ég hef það oft á tilfinningunni að fólk sé að bíða eftir því að ég spyrji hvort það vilji sykur og mjólk í kaffið. Ég á nú reyndar einhverja larfa frá tíma Belgiska sendiráðsins en, ég var að uppgötva að sá klæðnaður er sennilega einstaklega 90's, og þá halda allir að ég hafi fengið fötin lánuð hjá stóru systur minni (en ég á enga stóra systir), frænku eða jafnvel hjá móðir minni. Þessvegna er ég nú búin að ákveða það að eftir fyrstu útborgun verður fjárfest í hvössu dressi og skóm og jafnvel farið í klippingu og svo skulum við nú bara sjá hver býður hverjum kaffi muhmuhahahaahaahaa!

Engin ummæli: