11. okt. 2004

Ísland og engin "beyla"

Ég er farin að hlakka til að fara til Íslands. Við förum til Rvk. og gerum eithvað sniðugt þar, eins og að fara á Grand Rokk og sjá tónleika. Heimsækja gott og skemmtilegt fólk. Vera heima hjá mömmu og fá fisk og drekka kaffi hjá ömmu, þar getur maður borðað maregns og rækjusalat i lange baner. Fara í heitapottinn í sundlauginni, labba langasandinn, borða snúð og kókómjólk, fara rúnntinn, fara í Nínu, heilsa upp á Einars Búð, keyra jeppa, tala bara íslensku, borða bland í poka, læri af grillinu, fara í sturtu í hálftíma, lesa moggan/Fréttablaðið á meðan maður gæðir sér á seríosi, borða flatköku með hangikjöti og bara allt.

M ákvað í gær að hún væri hætt með bleyju. Hún öskraði á pabba sinn í gær og sagðist vera hætt að nota "beylu". Þetta gekk allt mjög vel allan dagin þangað til hún fór í heimsókn og kúkaði á sig þar. Við ákváðum sammt að setja ekki á hana neitt og fengum bara lánaðar rosa flottar súpermann nærbuxur og hun svaf bleyjulaus í nótt og það gekk vel. Og nú er Chr. að sækja hana og ég hlakka til að sjá hvort hún er enn í sömu buxonum og hún fór í.

Engin ummæli: