6. mar. 2007

Sólveig og Heimir eru bjargvættar dagsins í dag. Þau tóku hitapokann í fóstur reyndar var hún hitalaust þegar ég skilaði henni á Hringbrautina í morgun. Að vísu er það Sólveig sem er bjargvætturinn því heimilisfaðirinn á Hringbrautinni rann saman við hvíta náttsloppinn í gær vegna flensu og er enn ófundinn. Við bíðum eftir að hann taki lit á ný. Ég passa mig á að taka hann ekki með heim í misgripum á eftir.

Dönsku tengdó fóru heim í flugi í morgun og tóku flensuna með sér, eins gott að þau tóku hana þá alveg með sér þannig að restin af fjölskyldunni sleppi.

Orð dagsins er: Starfsmannaráðning

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki best að kvitta fyrir sig.
kv HJ

Frú Elgaard sagði...

Hjúkket!!!