7. mar. 2007


Jiii, ég er svo löt etihvað undanfarið. Ég nenni ekki neinu, kem engu í gang einhvernvegin. Í janúar labbaði ég í vinuna á hverjum degi í byrjun febrúar byrjaði ég að skokka í hádeginu og núna hrúgast afsakanir upp sem leiðir af sér óheflað samviskubit sem svo leiðir af sér ligegladhed og spiseri... Ég er of mörgum kílóum yfir kjörþingd og hef reynt að gera eithvað í málunum í heilt ár. Það eina sem ég hef uppskorið eru 7 kg yfir því sem ég náði af mér á fysrtu mánuðum eftir fæðingu dregans. Þetta er svo andlega erfitt fyrir mig að ég hefði ekki trúað þessu. Ég get ekki tekið mig saman í andlitinu sama hvað ég reyni. Ég stend aldrei við þær áætlanir sem ég set mér þó þær séu einfaldar og auðveldar í famkvæmd. Og með því að setja þetta út á alnetið er ég að reyna enn eina aðferðina í að taka mig saman í andlitunu og andskotast til að gera eithvað í hlutunum með því að játa sindir mínar. Ég held að ég sé alltaf að bíða eftir björgun einhvers annars eða bara skyndilausnini en ég veit alveg að það virkar ekki. Ég veit um allt og það eina sem þarf er hugafarsbreytingin, en afhverju er hún svona óskaplega erfið? Það er fullt af öðrum hlutm sem ég geri prinsipsins vegna. t.d. flokka ég núna flest allt rusl þ.e. plast, ál og járn, blöð og pappa og fernur og gler. Og við förum með þetta allt samviskusamlega í sorpu. Ég hjóla mikið, ég passa að nota bílinn eins lítið og ég get keyri ekki um á nagladekkjum. Er grænmetisæta orðin aftur eftir 8 ára pásu, borða fisk 2 - 3 í viku. Heldu úti bloggsíðu. Þannig að sérviksan og prinsipin eru sko alveg heill hellingur en það að stunda reglulega líkamsrækt virðist algjörlega vera ógjörningur. Og hvað er það? For helvede...

Annars vil ég biðja um mínútuþögn til minningar um UNGDOMSHÚSIÐ... takk fyrir

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Af því að við elskum þig þá viljum við hafa sem mest til af þér. Ég hef t.d bara vaxið í mínu hjónabandi sem er betra en að rýrna eða hvað!

Frú Elgaard sagði...

Hmm, já góður púnktur.. takk fyrir það.. love you tooo very much...

Nafnlaus sagði...

já ungdomshuset.. þetta er búið að vera svo spennó! Löggurnar skiptust á að taka myndir af hvor öðrum við hliðandi á brennandi bílum og brostu fyrsta daginn út að eyrum..að fá að nota allt sem þær lærðu í skólanum...i lovens og dronninges navn evakuerer vi jagtvej 69!
tinna

Frú Elgaard sagði...

Úff, kraftedmig Panser....

Nafnlaus sagði...

Eigum við að fá okkur göngu/hlaupabretti hlið við hlið?

Frú Elgaard sagði...

Já, ég fæ bráðum kjallarann.. nóg pláss... ;op

Nafnlaus sagði...

Átti maður að halda niðri í sér andanum í mínútu líka eða bara þegja? allavega ég gerði bæði.
Væri nú gaman að fara að hitta ykkur hjónin og krakkaskarann.

Frú Elgaard sagði...

Hei hæ Jonni, já hvernig væri það nú að við færum að hittast. Ég hef samband í næstu viku og býð ykkur í bæinn...