5. mar. 2007

Á föstudaginn kom Frú Elgaard eldri og Herra Zacho í heimsókn. Það var voða gaman að sjá þau. Þau komu með ýmsar gersemar frá flatalandinu. Ég held að tengdó hafi nánast sett met í smygli og lék aldeilis á spæjipylsulögguna í Leifsstöð. Þó grunar mig að hún geri það algjörlega ómeðvitað og þessvegna held ég hún hafi sloppið í gegn með herlegheitin.

Við erum búin að borða yfir okkur af dýrindis mat og drykk. Við höfum lítið annað gert en huggað okkur paa dansk. M hefur tekið rosalegum framförum í dönskunni á þessum stutta tíma og R sjarmeraði farmor og bedstefar upp úr skónum á met tíma. En litla krílið fékk svakalegan hita í gær og er bara búin að vera hundslöpp, þetta er 6. mánuðrinn í röð sem veikindi eru í fjölskyldunni. Ég er gjörsamlega að klikkast yfir þessu. Ömurlegt að vera í þeirri aðstöðu að manni líði illa yfir því að vera með barnið sitt heima í veikindafríi og líði svo illa yfir því að vera í vinnunni og vitandi af barninu veiku heima. En hún er nú í mjög góðum málum núna. Eðal dekur á dösnku með lækni og hjúkrunarfræðing til að stjórna. Það gæti nú ekki verið heppilegra. Morgundagruinn verður hinsvegar þrætumál kvöldsins. Hver verður heim á morgun?

Fullt af fólki lét vita af sér og kvittaði í commentakerfið hjá mér. Það þótti mér mjög vænt um. Takk fyrir það.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

lá fárveikur alla helgina og mánudag. Andskotans viðurstyggð! Væri gaman að sjá ykkur við tækifæri.

Frú Elgaard sagði...

Hæ Flosi, ´já það er nú bara fúlt að vera veikur, vonandi ertu búinn að ná þér. Söðurgatan er alltaf opin, kíktu inn við tækifæri annars heyrumst við.