19. mar. 2007

Fyrir ári var ég ný byrjuð í vinnunni, fyrir ári var ég ný flutt á Suðurgötuna. Tíminn líður óskaplega hratt. Helgin var mjög skemmtileg. Á föstudaginn var ég bingóstjóri og fór svo á ball á Nasa þar sem ég var mjög í yngri kantinum. Mér fannst eins og ég hefði svindlað mér inn á ball án þess að vera með aldur en óskaplega skemmtilegt. Á laugardaginn var ég barnapía fyrir bróður minn og gisti mágkona mín elskuleg líka. Hún fór nú bara heim með flensu... helv... pestarbæli er þetta hjá okkur. Best að fara að huga að vorhreingerningu í þessu greni.

En nú allt í einu eru helgarnar farnar að fyllast og komandi helgar fara í 5 fermingar, 2 árshátíðir, 1 ferðalag, amk. 3 matarboð, 1 leiksýning + út að borða í Borgarnesi og svo 1 grímuball og þá er kominn miður maí....

Ég er farin að hlakka til sumarfrísins í ágúst.

3 ummæli:

Heiðrún sagði...

oh, mig hefur alltaf langað að vera bingóstjóri. Heldurðu að þú getir kannski reddað mér giggi?

Frú Elgaard sagði...

Heirðu já bingóstjóri er meiriháttar. Ég er mjög góð í að segja: I - Ingvar - 21 Eða Bé - Benni - 8. Ég sló sko rækilega í gegn og er loksins búin að uppgötva hvernig ég get ræktað hæfileika minn. ;oP

Bippi sagði...

Vóó..þú getur allavega ekki kvartað yfir aðgerðaleysi!!

Það hlýtur að hafa verið gaman að vera í yngri kantinum því þessi fáu skipti sem ég hef farið á böll á síðustu árum hef ég verið í ELDRI kantinum.....að djamma með nemendum sínum er STUÐ!!! ;O)