13. mar. 2007

Jii, ég er eitthvað svo blúsuð og blá undanfarið. Ég þoli ekki sumar vikur virka eins og brjálaður tilfinningarússíbani. Í síðustu viku var ég í skýjunum einn daginn vegna þess að ég náði ótrúlegum persónulegum sigri. Næsta dag var ég sleginn niður sem kjaftshögg vegna trúnaðarbrests. Nú er ég komin á flötu línuna en á erfitt með að halda jafnvæginu. Ekki að ég vilji vera endalaust á flötu línuni það er bara þægilegt að hlutinr komi ekki alltaf í pörum eða búnkum eða tveir fyrir einn. Ég er kanski bara svona einföld = eitt í einu týpan... úff hvað það er takmarkað. Best að taka sig á í fjölbreytninni. Fæ mér Kaffi vatn og te næst.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lífið er eins og konfektkassi og allt það - Þetta er bara svona alla daga alltaf og þannig er það bara best. við verðum að hafa slæma daga á milli til að þekkja þessa góðu.Það væri ekki gaman ef alltaf væru jólin. E, stefni markvisst að því að láta þig bjóða mér í mat.
knús
orms