12. mar. 2005

Í gær fékk M frí í leikskólanum. Við vöknuðum seint og dunduðum okkur frammeftir morgni við mæðgur og svo skreið Chr á fætur rétt fyrir hádeigi því hann var í vaktarvinnu fram á nótt. Svo fóru the Elgaard´s í sund. Ó hvða mér þótti gaman. Þetta var nú bara alveg ótrúlega hressandi og ekkert kalt. Ég nefnilega hata kaldar sundlaugar og sitja og skjálfa úr kulda í sundi er bara það versta sem ég veit. En DGI byen er nú bara fín. Það er sko als ekkert kalt bara fínt. Og M var í essinu sínu og við hjónin fengum strax móral yfir að vera ekki löngu búin að fara með barnið í þessa laug. En þó er eitt frekar slæmt við þessa sundlaug og það er að samanlagt verð fyrir fjölskyldu er 111 DKk.... 111meðferð á börnum. Og þykir mér það helv... mikið skal ég segja ykkur. En svo var farið í afmæli til hans Úlfars. Þetta var rosa veisla, á við meðal fermingarveislu með Chiliconcarne og kjúklingarétt heima bökuðu brauði, bjór, vodka, kaptein og svo Diet kók og vatn fyrir ófrískur. Ég tjúttaði framm á nótt og skröllti eiginmaðurinn heim eithvað seinna... Mér skilst að hin vikulega söngæfing í músikrúmet hafi gengið ágætlega en enn hefur ekki frést hversu lengi sú æfing varði eða hvort hún standi jafnvel enn yfir?????
Í morgun töltum við mæðgur út í búð og keyptum dýrindis hænsn í kvöldmatin og svo komum við heim og steiktum pönnukökur egg og beikon með öööööllu tilheyrandi! ó hvað það var nú gómsætt.

Engin ummæli: