3. mar. 2005

Í dag er ég með kúnstneríska meinloku. Ég var búin að ákveða ákveðið lúk á verkefninu mínu en af því að veðurguðirnir hafa verið með eithvað flipp þá er grámyglan horfin af Hombladsgadekvarterinu. Í staðin er allt skjannahvítt og fallegt og minnir meira á vetur í Oslo en Köben. En eins og grannkona mín bennti réttilega á þá er fátt jafn óaðlaðandi eins og hundaskítur í snjó ..... en það gefur bara ekki rétta mynd af svæðinu oooooooo hvar ertu mín grámygla og rigningar bleita og hvert fóru allir rónarnir með hundana og hvar eru allir þessi hundar sem ég er ALLTAF að rekast á, nema núna, þegar ég þarf á því að halda. Oooooh lát nú andan koma yfir mig, svo þetta fari ekki allt í hundana. aaaaaaaaaaaaaaaaaammmmmmmhhhrphhhffff

Dagurinn í dag er búinn að vera svona "einn af þessum dögum" þar sem við vöknum snemma en allt fer úrskeiðis þannig að við komum of seint. Fara tvisvar upp aftur til að ná í sima ogsvo vetlinga, sjálfsalinn á metró vill ekki taka kortið þannig að það tekur 10 mínútur að kaupa klippekort en ekki eina og hálfa, Skanner nr. 1 ónítur þegar ég ætlaði að fara að nota hann, tölvutengingin í skanner til vinstri virkar ekki en skannerinn hægra meginn virkaði. Tókst að skanna inn kortið en reifst við Photoshop og gat ekki klárað það sem mig langaði að klára og svo fraus lásinn minn þannig að ég kom of seinnt í fyrsta tíman hjá ljósmóður! ooooh.

En þetta er ekkert drama fall er fararheill. Ég er að fara í foreldraviðtal erftir smástund og svo að borða góðan mat hjá Heiðrúnu svo á galapremiere og það er sól úti og hana nú!

Engin ummæli: