5. mar. 2005

Í dag er þrifið og skrúbbað og tekið til. Svo verður lært og lært og lært eins og maður getur og loks verður eldaður biksemad fyrir tvo með rauðbiðum og spæleggi. Ef vel gengur verðu jafnvel skroppið á færeysk íslenska postrokkkántrí tónleika í næsta húsi.

Frumba fór til Sólbjargar vinkonu sinnar í dag. Hún var svo glöð og ánægð að hún hoppaði um í allan morgun. Vildi svo bara helst leggja af stað sjálf. Hún var tilbúin með pakka og klæddi sig sjálf í útifötin og gekk um og kallaði: "Hvar er lykillinn minn, oooohhh ég finnn hann ekki ég er að drífa mig, hvar er lykillinn?". Ég skildi ekki alveg hvað hún var að tala um eini lykilinn sem hún á er gamall hjólallykill sem hún þykist læsa þríhjólinu sínu með stundum. EN hún var ekkert að fara á þríhjólinu og neitaði að taka við hjólalyklinum! Þá rann upp fyrir mér að barnið var að herma efitir MÉR! Ég get nefnilega aldrei munað hvar ég legg húslykilinn frá mér og geng kallandi um alla íbúðina í stress kasti á leið út úr dyrunum og finn ekki lykilinn og tuða "hvaar er lykilinn, hefur einhver síð lykilinn minn!" OMG, þar kom að því. :S

Engin ummæli: