7. feb. 2007

Oh, ég er alltaf að rífast við þetta nýja blogspot kerfi, það er ekki alveg að gera sig fyrir mig. Núna tildæmis var ég að reyna að kommenta á síðuna hennar Ólu og kom bara alltíeinu hingað inn, dæmigert.

En fyrst ég er byrjuð, þá gengur lífið sinn vanagang. Ég er að gera verkefni fyrir Umhverfissvið núna ekki VSKR og það er svakalega spennandi og hlakka mikið til að takast á við það. Við hjónin höfum það ágætt nema að Chr. fékk tak í hálsinn og hefur verið hálf lamaður undanfarna daga og ég er ekki enn byrjuð að drullast til að hreyfa mig alminnilega, og þessa vikuna hef ég ekki gengið í vinnuna vegna þess að ég verð að hjálpa ástkærum eiginnmanninum að koma grísastelpunum í föt á morgnana. Urrrghhh og ég er búin að komast að því að ég er ótrúlegur snillingur að finna framm löglegar afsakanir á því að hreyfa mig helst ekki. Þetta er hreynt út sagt ótrúlegt. Ég hef þvílikan sannfæringarkraft að ég hefði ekki trúað því að ég hefði þessi áhrif á mig.... uuhhhe þarna sjáið þið! En ég er búin að komast að einu, sem viðurkennist hér með: ég er orðin spéhrædd! Í alvöru þetta hefur aldrei háð mér neitt sérstaklega en nú fæ ég kvíðakast yfir því að þurfa að striplast í leikfimi... eða er þetta enn ein afsökunin? veit ekki.

Grísastelpurnar eru orðnar af grísum að mínumati vegna þess að þær klæðast núorði nær eingöngu bleiku. Ég sjálf kaupi nær aldrei bleikt á þær hafa fengið ótrúlega mikið bleikt gefins og M. virðist vera að byrja að vilja taka sjálfstæðar ákvarðanir í fatavali. Þetta er svolítið skrýtið og allt í einu í gær kom M. með það að hún vildi ekki vera með Íþróttaálfsbuffið vegna þess að krakkarnir á leikskólanum voru að gera grín af henni og segja að stelpa geti ekki verið með Íþróttálfsbuff og hún ÆTTI að vera með Sollustirðubuff... Hell hell hell, er þetta byrjað núna? Fukk, ég sagði henni að krakkar ormarnir sem væru að segja svona vissu bara ekki betur því maður má ráða sjálfur hvaða buff maður er með. Með smá pretikun samþykkti hún þetta en hún virtist ekki sannfærð. R. er orðin það stór að henni finnst prump fyndið.. það er sko merki um þroska að mínu mati... hehe.

5 ummæli:

SL sagði...

ÉG myndi gefa henni ÓHÁÐ buff hvorki álf né stirðu.....og í öllum regnboganslitum:D

Frú Elgaard sagði...

Já ætlið það sé ekki bar rétt hjá þér. Best að ég geri það bara og hætti þessu latabæjarkjaftaði oens en for all..

Heiðrún sagði...

ég þoli ekki þetta helv. stelpu/stráka kjaftæði. Fyrir rúmu ári átti AG þá ósk heitasta að vera með píku, og nú getur hann ekki verið í rauðri peysu nema hún sé stimpluð með spædermann eða súpermann lógóum. Fuss og svei...

Frú Elgaard sagði...

Já ég er sko alveg sammála þessu og við eigum að taka afstöðu sem foreldrar því annars er það markaðurinn sem ræður það á aðvera neytandinn!

Nafnlaus sagði...

ég hugsa þetta sé nú bara eðlileg kynjavitund hjá krökkunum sem er að brjótast þarna fram en það er satt hjá þér frú elgaard að foreldrar eiga að vera með vitund og ala það í börnum sínum að það er kúl að vera það sem maður er og það sem maður vill .. það er í lagi að finnast blátt fallegt ef maður er stelpa og kúl að vera í bleiku þótt maður sér strákur svo lengi sem maður sé öruggur með sjálfan sig... held að þetta sé mest spurnig um það, að vera sjálfsöruggur ... og það getur nú oft verið flókið að finna út úr því, hvað þá að ala það í öðrum... annars finnst mér þú standa þig bara vel í forledrahlutverkinu og M er gersamlega frábærust.... ég myndi ekki hafa mikla áhyggjur af henni þótt hún vilji vera samþykkt af félögum sínum..... hún er svo sterkur karakter að hún nær alveg að skína....