25. maí 2007

Jam, það er of langt síðan ég hef skrifað og það hefur fullt gerst en ég er bara svo niður sokkin í vinnu að ég meika ekki að setjast niður við tölvuna á kvöldin. En nú á ég að vera löngu farin að sofa en er að gaufast og lesa blogg sem ég hef ekki lesið lengi. Mér líður vel í vinnunni og hef það gott með fjölskyldunni en ég sakna vina minna óskaplega mikið. Ég sinni þeim ekki nóg og ég veit það og nú verð ég að vera duglegari að hafa samband við fólk... Ég hlakka til að fá fókið mitt heim frá úglöndunum.
Mig langar í sumarbústað.

sof í haus

5 ummæli:

bjorn sagði...

ég hlakka til að koma heim til þín.
(tek mig mjög bókstaflega sem eina af útlandafólkinu þínu).
lólí er á íslandi, sendu mér póst til að fá símann hans, ef þú vilt þeas. :)

Heiðrún sagði...

hehe, ég er greinilega alveg jafn sjálfsmiðuð og grannkonan, og tel mig líka sem eina af úglandafólkinu þínu ( kannski ertu bara að meina Gitte og Sven og Thomas!!) og hlakka líka mikið til að koma til þín, og fara með þér í alla heimsins sumarbústaði á íslandi.

Nafnlaus sagði...

Er á leiðinni í kaffi.

Frú Elgaard sagði...

Flosi höfðingi koddu í kaffi...

bjorn sagði...

farðu nú að snúa þér við. mig langar svo að fregna af þér.