31. maí 2007

Ég er alveg öfugsnúin þessa daganna veit ekki alveg í hvorn fótinn ég á að stíga. Er að reyna að vera dugleg en það tekst ekki alveg því ég virðist vera endalaust þreytt. Nýtt fólk í vinnuni sem er alveg frábært og duglegt og tekur allt það erfiða eins og t.d. símsvörun. Það er ótrúlega ljúft að vera laus við að tala í símann endalaust. Ég er líka svo ánægð yfir því hvað þetta fólk er ótrúlega duglegt, skipulagt og jákvætt. Maður kemur með verkfni eða vandamál og það er leyst... ekkert ves. Nú er bara að demba sér í djúpulaugina og sitja í pallborði á morgun og svara spurningum um Umhverfismál... úffs

4 ummæli:

Heiðrún sagði...

kvartafaragera?

bjorn sagði...

hvernig gekk pallborðið? varstu ekki flottust?

Nafnlaus sagði...

Ég nú alveg viss um að þú hefur massað þetta!!!

Heiðrún Hámundar

Frú Elgaard sagði...

Já takk,þetta gekk bara ágætlega... Ég er bara sátt.