17. jan. 2007

Allar gamlar konur deyja til hæjgri, allar gamlar konur deyja til viischtri... En lífið er bara alveg ágætt skal ég segja ykkur. Snjórinn liggur yfir borginni eins og lopi og allt verður dempað og mettað. Snjórinn er skamdegis fylling og lýsing. Hann er kaldur en samt svo hlír. Og þótt hann skafi er það bara til þess að koma á nýju og spennandi landslagi með hæðum og hólum. Mest vorkenni ég öskuköllunum og bréfberunum í þessu færi... Við hin höfum gott af essu.

3 ummæli:

Bippi sagði...

Ég sakna tess ad hafa ekki snjó!!! Hérna i DK rignir bara og rignir..... mér finnst rigningin ekki gód:o/
Ertu ekki til í ad gera einn engil fyrir mig?
Góda skemmtun í snjónum!

Frú Elgaard sagði...

Ó takk fyrir, ég geri engilinn þegar ég kem heim úr vinnu í dag...

Nafnlaus sagði...

hér kyngdi fyrsta jólansjónum niður í morgun. En hefur tekið eftir því að elsta kona hiemsins deyri í annarri hverri viku ? tinna