10. jan. 2007

Vírinn.... Spennusaga

Það var kalt úti og fjölskyldan hafði úðað í sig svínakjöti undan farna 5 daga og var komin með nettan bjúg og sokkin augu. Þegar húsfreyjan stakk upp á að bita niður afgnanginn af jólahamborgarahryggnum í sósu og hafa kartöflur með, strækaði fjölskyldan. Sú ákvörðun var þá tekin að skella sér á tælenskan veitingastað og ná í mat heim til að borða. Fá sér eitthvað létt. Egtefellinn og frumburðurinn fóru niður í Hafnarstræti og pönntuðu mat á ltilum sætum stað sem ber keim af fjölskyldu fyrirtæki þar sem íslenskNameríski risnn er ekki búinn að festa klærnar í og breyta yfir í einhverja keðju s.b. Nings eða þess háttar, konseptið er "ekta". Nú Það voru panntaðar núður og grjón mis sterk fyrir mismunandi aldurshópa fjölskyldunnar. Glöð og ánægð opnuðum við boxin og fengum vatn í munninn yfir yndislegum matar anganum sem lagði upp úr boxunum. Yngri hluti fjölskyldunnar virtist taka því fegins hendi að fá eithvað létt og kjúklingur í núðlum er eithvað sem virðist seinnt klikka. Ég naut þess að horfa á ungana mína tína upp í sig núðlunar eins og orma. Ég tók fyrsta bitann og fann fyrir einhverju í hálsinum sem ég hélt að væri grein af kryddi, reyndi að drekka og kingja því bara, en það dugði ekki, ég reyndi að hósta og ræskja mig og var þá á því að sennilega hefði ég fengið kjúklingabein í hálsin og sagði Chr. að ég væri með bein í hálsinum. Svo fór mig að verkja mikið í hálsin og hósta og hljóp inn á bað. Þar stakk eg vísifingri ofan í maga nánast og náði taki á því sem sat fast í hálsinum. Ég dró upp ca 5cm langan stál vír með látum og ælugusum... Okkur brá mjög mikið og ég brunaði upp á slysó og eftri þriggja tíma bið og vesen og skoðun og rönken myndatöku komumst við að því að það voru engar leifar af vír í hálsinum og bara sár og ég væri allt í lagi. Úff, þetta var nú mjög undarleg lífsreynsla en þakka ég fyrir að það var ekki yngrihluti fjölskyluddar sem fékk þennan vír upp í sig. Sú eldri hefði geta útskýrt hvað væri að en sú yngri hefði ekki geta útskýrt neit og bara grátið þangað til hún yrði veik. Sú hugsun er hræðileg. En ég lifði af og vil ekki uppljóstra staðinn en er búin að tala við heilbrigðiseftirlitið sem er til húsa á sama stað og vinnan mín. En ég skoða matinn minn alltaf voða vel núna áður en ég fer í það að hakka í mig, jú og mat barnanna.

En nóg um það, lífið er komið í full swing hjá The Elgaard's og erum við búin að strengja áramótaheit. Þau eru nú þau algeingustu í heimi, borða minna, borða betra, hreyfa sig meira, grennast og hugsa betur um hvort annað. Ekkert galið við að hugsa svona á nýju ári. En eitt er það sem mig langar að leggja mig sérstaklega framm við er að hugsa betur um vini og vanda menn. Ég er svo léleg í að halda sambandi við fólk, skrifa bréf og svoleiðis ég bara skammast mín. Við erum með jólakort með mynd tilbúin tilprenntunar fyri sl. fjögur jól en aldrei sendum við neitt út og ég er alltaf svo svakalega glöð þegar ég fæ kort frá öðurm þetta ætla ég að bæta. Og ég ætla hringja meira í vini mína og fara að bjóða fólki í mat. Einu sinni vorum við alltaf að bjóða fólki í mat nú gerum við það örsjaldan. Þetta ætla ég að bæta og hér með er það skjalfest.

Og eitt í viðbót; Gleðilegt afmæli elsku Hrundin 25 ára í dag.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf svo gott þegar vinir mans muna eftir manni á jólunum og senda kort og kveðjur....En það má líka alveg gera það á öðrum tíma! það má t.d í janúar eða á sumardaginn fyrsta. Góðar fréttir af vinum og ættingjum eru nefnilega alltaf vel þegnar.
knús og koss

Ólöf sagði...

vá hvað ég kannast við þetta. Við vorum líka alltaf að bjóða fólki í mat hérna áður. Hefur þetta eitthvað að gera með barn nr.2 eða? Ég sakna þess allavega mikið en hef bara enga orku í það. Mamma og pabbi voru með 3 börn og alltaf einhver í mat hjá okkur. Mér finnst meira að segja ennþá notalegt að sofna við smá partíhljóð, hehe.

Nafnlaus sagði...

Ég hefði nú bara farið í mál mar!!!! kv. Dóra