31. jan. 2007

Loksins loksins gat ég gert eithvað í þessu bloggi. Það er búið að vera eithvað skrýtið í nokkra daga og ég hef bara ekki nennt að setja mig inn í það. En þetta var af sjálsögðu miklu minna mál en ég hélt.
En helgin var svo ljómandi fín. Djamm og allt, með fullt af christiönum og fallegum konum og skrýtnum Eyjóum. Danirnir unnu og það var bara allt í lagi á mínu heimili. The Elgaards gátu nú ekki tapað neinu... bara unnið. Gott að vera í þeirri stöðu stundum.
Núna er svo skiptimiðavinkona að koma í heimsókn um helgina þannig að ég er að fara í túrhesta leik í Rvk. skemmtilegt. Er búin að vera lesa hin ýmsustu blogg undanfarið og verið í sjokki yfir ýmsum myndskeiðum og rugli sem er í gangi. Blöskraði mjög umræður sem eru í gangi á barnaland.is. Fólk er almennt mjög dómhart á netinu og að mér finnst vantar of umburðarlindi og væntumþykju. Talandi um það mér þykir óskaplega vænt um Ómar Ragnarsson hann er frábær og búinn að vera mjög glöð yfir hans barningi við allt og alla út af umhverfismálum en alveg stakk hann í mitt litla hjarta með umfjöllun um að endurgera rúntinn á niðri í bæ. Ég fór næ stum að skæla.....

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hjúkk. Hélt þú værir hætt að veita upplýsingar um líf þitt;o)
Já, boða hreinna og tærara loft ídag og og endurvekja rúntinn á morgun!Hljómar ekki sannfærandi. Svo átt þú ekkert með að fara inn á barnaland - það koma allir skemmdir á sálinni þaðan. Varstu búin að frétta að litli ormur er komin með bílprófið upp í ermina!OMG

Bippi sagði...

Ég kíkti inn á barnalandið um daginn og mér blöskraði (samt þarf yfirleitt mikið til svo að mér blöskri). Þá hét ég því að fara aldrei þarna inn aftur og ætla ég að reyna að standa við það.

Ég ætla rétt að vona að sonur minn álpist ekki inn á umræðurnar á barnalandi því að þær eru ekki við barna hæfi. Ég skil bara ekki af hverju er ekki búið að loka þessum umræðum?!?!

Ég hélt nú með íslendingum í gær en samt fínt að geta áfram haldið með einhverju liði á HM,O) Áfram Danmörk!!

Frú Elgaard sagði...

Já þetta með barnaland maður, ég var nú bara að fylgjast með umræðu sem er á vef Sóleyar Tómasdóttur um skemmtistað sem hét fáránlega kepni fyrir ungar stúlkur. En úr þeirri umræðu heyrði ég í eldhúsinu í vinnuni að það væru ótrúlegar umræður á BL þar sem þessum stúlkum sem tóku þátt voru niðurlægðar og nafngreindar. katrin.is nokkur hafði kommentað á síðunni sinni um þetta mál og viti menn kerlingarnar mættu á síðuna hennar og voru í stríði. Hreynt ótrúlegt mál. Þið ættuð að skoða katrin.is við tækifæri. En allavegana þannig álpaðist ég inn á þetta blessaða BL spjall þar sem enginn skrifar undir nafni og fólk er vont og ljótt við hvort annað... í nafnleysu. fólk á bágt. uhhh nú kemst ég ekki inn á blogger aftur... þetta er nú meiri vitleysan...

Nafnlaus sagði...

barnaland er alveg hin undarlegasta síða. Dýraland er líka svoldið spes, haha. Kreisí fólk!