5. jan. 2007

Ég er stundum að spá í því hvort fólk geri sér grein fyrir því að blogg er eithvað sem allir og þá meina ég aaaaaaaaalllir geta lesið. Sumir setja sínar dýpstu hugsanir og skoðanir á bloggið og ég ber vissa virðungu fyrir því fólki því að sjálf þá þjáist ég af nettri spé hræðslu til að tjá mig t.d. um pólitík og annað slíkt. Aðrir blogga mjög mikið um sitt einka líf og enn aðrir eru að segja sögu og búa til annan heim. En það sem mér finnst mjög sjokkerandi er fólk sem niðurlægir annað fólk á netinu, mér finnst það mjöög svo undarlegt og raunar mjög vanhugsað. Í vinnuni höfum við lennt í ýmsum málum vegna þessa.
Hvað er blogg þá? Er þetta sniðug leið til að vera í samskiptum við fólk, sleppa að senda póst um það hvernig manni líði eða hvað er að gerast í lífi hvers og eins. Eða er þetta einskonar Big Brother? Ég mundi allavega aldrei leyfa mér að vera með neinar opinberar persónulegar blammeringar eða yfirlýsingar því ekki veit ég hver er að lesa þetta og aldrei mundi ég vilja særa fólk opinberlega.

Sagan af vírnum kemur síðar.

5 ummæli:

SL sagði...

Þetta er mjög gott umhugsunarefni. Ég spái oft í þessu líka. Maður verður að vara sig á því hvað maður setur út á netið.

Lilja sagði...

ó já...ég var einmitt í morgun búin að segja of mikið og þurrkaði helling út áður en ég póstaði!

Kv Lilja danska

Nafnlaus sagði...

hmmm er bloggið ekki bara fínleg útgáfa af DV?
annars líður mér vel við að lesa bloggið þitt kæra frú. mér líður vel þegar ég fæ fréttir af fjölskyldunni, veðrinu og hversdagleikanum, mér líður vel þegar ég sé linka sem leiða mig til málefna sem eru mér og mínum kær og mér líður vel þegar ég hef hugrekki í mér til að kommenta þar sem ég er haldin gróteskri feimnissýki sem getur stundumhaft ruddaleg áhrif á mitt daglega líf.
svo takk fyrir mig kæra frú, takk fyrir að deila með þér... ekki vera feimin... það er bara rugl.... þú mátt alveg tala illa um mig. þú mátt líka alveg tala vel um mig... þú mátt líka alveg tala ekki neitt um mig.... lifið heil kæru elgaard og góðar stundir

Ólöf sagði...

Ég var að enda við að særa íslensku lögregluna. Ertu nokkuð að tala um það hehem?

Frú Elgaard sagði...

Nei þar ertu líka aðs etja út á kerfi en ekki einstaka persónur sem eru þekkjanlegar. Það er allt annar handleggur.