31. júl. 2006

Það gengur voða illa að blogga þetta sumarið. Ég veit bara ekki afhverju en ég nenni ekki að skrifa um neitt. Samt er ég alveg að gera skemmtilega hluti. Ég er t.d. búin að fara í ferðalag í Húsafell og gista í tjaldi í þrjár nætur. Það var rosa gaman. Svo fórum við í Skorradal eina nótt þar sem við gistum í gamla skáta skálanum. það var svaka fínt. Nú og svo er tengdamamma í heimsókn hjá okkur núna og ég er búin að fara c.a. 7 sinnum í sund á síðustu tveimur vikum sem er reyndar ekki frásögufærandi nema hvað að ég er ekkert svakalega hrifin af sundi. En nú er ég búin að ákveða að mér finnist gaman í sundi og ætla að gera eins mikið að því og ég get.

Það er mikil vinna á mér ennþá.
Við verðum í fjölskyldu útilegu í Skorradal um næstu helgi.
Christian langar í jeppa.
Stelpurnar eru yndislegar
Ég er enn ekki búin að ná af mér fósturfitunni, spurningin er að ég hendi mér í átak!

1 ummæli:

Heiðrún sagði...

hæ, gaman að þú skulir vera hér.