Í dag var ótrúlega hátíðleg stund þegar elsta dóttir okkar byrjaði í fyrsta bekk í Vesturbæjar skóla. Ég var ótrúlega stolt og meir og brosti hringin af gleði og stolti. Og hugsaði: "jæja hér byrjar 15 - 20 ára menntavegur..." kanski vonandi... Ótrúlega spennandi.
Litla ráðskonan fékk að vera með í för en varð heldur betur móðguð yfir því að fá ekki að raða skónum sínum í hilluna eins og hin börnin. Hún er tilbúin að fara í leikskólann, vonandi ræður sig einhver í stöðuna í leikskólanum sem fyrst.
3 ummæli:
hei minns er líka. Ég var að færa hann yfir og líst rosalega vel á.
Já ég var sko búin að frétta það í Danmörkinni!!! En er hann á Skýjaborgum?
Til hamingju með skólabörnin stúlkur. Mín fer í skóla næsta haust!! Mikið eru þau nú fljót að stækka - og við alltaf jafn ungar og ótrúlega sætar:)
Skrifa ummæli