30. nóv. 2007

Ég er ný stigin upp úr flensu. Mikið er nú hressandi að fá svona flensu svona stundum. Maður hefur smá tíma til að velkjast í sjálfsvorkun og aumingjaskap en stígur að lokum úr rekju sem siguvegari. Rauðanefið er alveg í stíl við allt annað í búðargluggum og það er bara fínt að heyra bara með öðru eyranu þá getur maður verið "selective" heyrnalaus, það reynist stundum vel í vinnu.

Annars erum við bara að skrifa CV. Pakka in jólagjöfun og gera allt tilbúið í skreytingar.

Engin ummæli: