25. mar. 2008




Í febrúar fórum við í heimsókn til hennar Birtu í Mosó, það var æði, bóndinn tekur sig vel út í kraftgallanum og mikið er þetta falleg hersing. Það var mjög gaman hjá okkur og ég hlakka tl að koma aftur....

11. mar. 2008



Hahahah húmor í Árborg. Þetta tók á móti mér hér í morgun. Jú mikið rétt ég átti þetta sennilega skilið... Það var ég sem byrjaði hahaha.

5. mar. 2008

Það kom mér á óvart hvað ég tók andlát Pascal nærri mér. Ég var slegin út af laginu verð ég að segja.

Annars gengur allt vel hér í Flóanum. Ég er að komast inn í umhverfið og samfélagið smá. Maður verður nú aldrei formlega vígður inn fyrr en maður flytur búferlum með meiru. En þau mál eru enn í nefnd. Bankar og ríkisstjórn bíða eftir breytingum og á meðan sitjum við sem fastast í henni Reykjavík. Glanni glæpur er glaður með nýja klipparann. M er byrjuð í skólasundi og R spyr mömmu sína hvort tveggja ára vinkona megi ekki gista... mamma píííís... Tíminn líður hratt og fyrr en varir allt í einu er allt komið á fulla ferð.

18. feb. 2008


Hér fyrir ofan er mynd af Pascal vini mínum. Hann varð 37 ára. Hann lést á föstudaginn eftir viku baráttu við krabbamein. Já það tók viku frá því að meinið uppgötvaðist þangað til hann lést. Ég sakna hans og þeir sem heimsóttu mig á námsárunum í Hollandi kynntust honum svolítið og svo heimsótti hann okkur bæði í Danmörku og svo til Íslands í október 2006. Hann var góður vinur og yndislegur persónleiki sem fólk laðaðist að. Það vildu allir kynnast honum og bara koma við hann enda var hann 202 cm og 130 kg með ljóst tagl niður á rass. Hann fór einfaldlega ekki framhjá flólki! Ég er búin að gráta mikið og líka skála fyrir honum því hann var týpan sem þoldi als ekki væmni. Þó veit ég að Hollands stærstu rokkhjörtu gráta sáran. Á þriðjudaginn verður hann lagður í kistu og geta vinir og vandamenn kvatt hann í Burgerweeshuis konsertsalnum í Deventer, ó ég vildi að ég kæmist. Hann verður grafinn á miðvikudaginn. Elsku strákurinn. Við söknum hans mikið og stórt skarð fallið í hollenska vinahóp okkra.
Pascal, Groeveridder grote viking... Ik hou van jou!

6. feb. 2008




Þetta eru Öskudags myndir frá í fyrra, fíll og froskaprinsessa en í ár er skógarpúki og froskur málið... EKkert smá sætar hahah

1. feb. 2008

Hver er sinnar gæfu smiður! Svoleiðs er það nú bara skal ég segja ykkur

Og ekki nóg með að ég hafi krækt mér í nýja vinnu þá er kadlinn búinn að því líka, tilhamingju hann, Þessi elska!

29. jan. 2008


Nágrannakonan mín hún Guðný og dóttir hennar Diljá vilja endilega fara til Köben í sumar. Þær búa íbúðinni fyrir ofan okkur á suðurgötunni.

Er einhver til í að skipta um húsnæði í ca þrjár vikur frá miðjum júní og fram.

Látið mig endilega vita ef einhver vill gera skipti. Þetta er frábær staður í miðbænum og Guðný er pottþéttmanneskja.

18. jan. 2008


Hamskipti... Nú er ég flutt með vinnunni á stað sem er enn í byggingu og vinnuvélar út um allt og það gleymdist að pannta fyrir okkur húsgögn! Hehehehe, fólk er vitanlega brjálað en með einskonar galsa og hlær að framkvæmdaraðilum Borgarinnar fyrir eindæmis vitleysuna! Nú og ég er bara að fara í nýtt starf og byrja þar um miðjan næsta mánuð. Þar ver ég sett í bráðabyrgðarskrifstofu því ráðhúsið á Árborg er að fara að flyyyyytja. Ég get þá allavegana sagt að ég hafi reynslu á flutningum. hahaha.
Chr er duglegur að auglýsa sig og þefar uppi hina og þessa í spjall. Hann er kominn með eina stutt mynd sem hann er að fara að klippa.
M. er orðin gersamlega Tannlaus og mjög fyndin ánægð með að vera byrjuð í fimleikum á ný og R. er áframhaldandi Dreki sem þykist hafa skoðanir á því hvernig hárið á henni eigi að vera og að sumar buxur séu ljótar og að hinir og þessir skór séu ógeðslega flottir!
The Elgaard´s sprell alæf!

7. jan. 2008

Jábs, svei mér þá! Ótrúlega Skemmtilegt! Verið ávalt hjartanlega velkomin í Árborg.

19. des. 2007

Sjaldan er ein báran stök...

Þetta eru búnar að vera ótrúlegar vikur hjá okkur undanfarið. Fyrst var allri innlendri dagskrágerð hætt hjá skjáeinum þannig að egtefellen missti vinnuna ásamt 12öðrum samstarfsmönnum. En það er mjög líklegt að hann fái vinnu annarstaðar... Svo sótti ég um vinnu sem sérfræðingur og viti menn ég er búin að fara í eitt viðtal!!! Ég er mjög stolt af því að 14 sóttu um stöðuna og aðeins 6 boðaðir í viðta. Gott hjá mér. Svo sjáum við bara hvað setur!
En svo kom aðal sjokkið... mamma Christians varð alvarlega lasin og liggur nú á sjúkrahúsi og er að jafna sig eftir stóra hjartaðgerð og bypass. Hún hefur þó náð ótrúlegum bata á skömmum tíma og sembetur fer lítur allt mjög vel út og hún kemst heim fyrir jól. Chr. stökk af stað og fór út til hennar og er búin að vera hjá henni frá því á laugardag. En það þýðir að ég hélt upp á afmæli M í gær með góðri hjálp frændfólks mína. Það get mjög vel við vorum úti og ég ætla aðsetja inn myndir frá afmælinu sem fyrst. Þetta var frábært að vera í útiafmæli í desember... algjör snild. En ég er ekki búin að þrífa, ekki búin að kaupa allar jólagjafir, ekki klára jólakortin og ég hef ekki bakað eina sort! Væl.. ég skil ekki hvernig fólk getur verið einstætt foreldri. Ég býst við að maður reddi sér en fyrir mig þá er þetta bara of mikið ég meika ekki að sjá um allt mig vantar spássið og það sem fyrst en hann kemur ekki fyrr en 22 des kl. 24.00 Það er súrt. Við verðum bara að redda öllu á Þorláksmessu. Akkúrat núna langar mig bara í frí langt í burtu og sofa í marga daga. Svona andlegur rússíbani er hressandi í bland við jólaösina!
Ég get alltaf líka bara dottið í það... hehehe skál!

5. des. 2007

30. nóv. 2007

Ég er ný stigin upp úr flensu. Mikið er nú hressandi að fá svona flensu svona stundum. Maður hefur smá tíma til að velkjast í sjálfsvorkun og aumingjaskap en stígur að lokum úr rekju sem siguvegari. Rauðanefið er alveg í stíl við allt annað í búðargluggum og það er bara fínt að heyra bara með öðru eyranu þá getur maður verið "selective" heyrnalaus, það reynist stundum vel í vinnu.

Annars erum við bara að skrifa CV. Pakka in jólagjöfun og gera allt tilbúið í skreytingar.

26. nóv. 2007

Jájá, svei mér þá vanntar einhvern vanan klippara?

20. nóv. 2007

Hallgrímur Helgason er snillingur! ÞETTA er bara fyndið!

19. nóv. 2007

Jájá svei mér þá. Janus og Tinna eru búin að redda þessu með íbúðina. Mjög gott. Já og við buðum í hús um daginn, sama dag og bankarinir hækkuðu vexti upp í 7% hahaha við hálvitarnir urðum lifandis ósköp fegin að tilboðið var það lágt að því var bara als ekki tekið, hjúkk. Nú bara held ég áfram að vera alsæll íbúðarleigjandi í miðbænum á besta stað. jájá svei mér þá.

En voða er annars erfitt að vera stabíll og duglegur með allar þessar komandi freistingar. Ég set markið lágt en skynsamlega og sigli með straumnum án þess þó að stranda og dragast aftúr úr. Stefni á fulla siglingu eftir jól. Hljómar vel.

8. nóv. 2007







Þetta er íbúð á Rantzausgade á Norðurbrú. Hér eiga Janus og Tinna heima. Þau vilja gjarnan gera íbúðaskippti um jólin. Íbúðin er staðsett mjög miðsvæðis bara rétt hjá Fredriksberg og Söerne. Þetta er lítil sæt íbúð í hjarta kaupmannahafnar og þau vilja gjarnan skipta við e-h sem býr á bilinu Seltjarnarnes - Kringlan.

Þig getið haft samband á netfangið: tinnaottesen@hotmail.com

Tímabilið er 17. desember til 8. janúar.

6. nóv. 2007

Lífið er bara ljómadi í alla staði. Einn daginn gerist þetta og svo næsta hitt! Og núna allt að gerast. Svaka spennó.

24. okt. 2007

Ég er að drepast yfir þessu helv... veðri! Þessi suddi og rudda vindur og dónaskapur. Isss. En svona er þetta bara eins gott að helgin ber með sér þrjá snilldar viðburði: a) óvissuferð með vinnuni, sem ég er sjálf að skipuleggja ásamt öðrum. b) fundur og koktel hja NB: Félagi Umhverfisfræðinga á Íslandi og C) Geggja partý út í sveit hjá tveimur nýútskrifuðum hjúkku frænkum ég er þessvegna alvarlega að spá í að þrí brjóta bindindið alræmda! Ég verð einfaldlega að fá uppfillingu í skamdeginu og vegna þess að ég missti af allri gleði á síðustu helgi! Skál fyrir því, elskurnar.

18. okt. 2007

Ooooh, nú er komið að Airwaves jii hvað mig langar óskaplega mikið. Ég ætla sko á næsta ári það er alveg víst. Nú verð ég bara fylgjast með á netinu, græn af öfund. Hvað er svo fútt í því að vera á festivali þegar maður er á snúrunni? Ég bara spyr...

Ohh, undanfarin þrjú ár hef ég verið með kjötsúpupartý fyrir Airwavesfara á föstudeginum... Ég klúðra því núna jee hvað ég er glötuð. En það er partý á morgun hjá "vinum Öresunds", best að fara þangað og hitta fólk. Ljómandi góð hugmynd!