Fyrir ári var ég ný byrjuð í vinnunni, fyrir ári var ég ný flutt á Suðurgötuna. Tíminn líður óskaplega hratt. Helgin var mjög skemmtileg. Á föstudaginn var ég bingóstjóri og fór svo á ball á Nasa þar sem ég var mjög í yngri kantinum. Mér fannst eins og ég hefði svindlað mér inn á ball án þess að vera með aldur en óskaplega skemmtilegt. Á laugardaginn var ég barnapía fyrir bróður minn og gisti mágkona mín elskuleg líka. Hún fór nú bara heim með flensu... helv... pestarbæli er þetta hjá okkur. Best að fara að huga að vorhreingerningu í þessu greni.
En nú allt í einu eru helgarnar farnar að fyllast og komandi helgar fara í 5 fermingar, 2 árshátíðir, 1 ferðalag, amk. 3 matarboð, 1 leiksýning + út að borða í Borgarnesi og svo 1 grímuball og þá er kominn miður maí....
Ég er farin að hlakka til sumarfrísins í ágúst.