6. jún. 2005

Ég var að klára að pakka í tösku í fyrstu langferð krílins míns án foreldra og skildmenna. OMG! Lifi ég þetta af að vita af henni uppi í sveit með fullt af krökkum og nokkrum fullorðnum? Hún fer í fyrramálið kl. 09:15 og kemur heim kl:15:00 á föstudaginn. Ég veit ekki alveg hvernig ég á eftir að vera. Kannski bara í taugakasti. En eitt veit ég og það er að hún á sko eftir að skemmta sér konunglega og ekkert eftir að sakna okkar. Ég velti mér bara alltaf upp úr einhverjum hrillingshugsunum að eithvað komi fyrir, að hún gleymist einhverstaðar, að hún hlaupi út á götu að hún stökvi út í sjó, detti niður úr tré en... þetta fylgir því að eiga börn... ég ætti bara að reyna að hugsa út í það að bráðum verður hún 15, 16, 17, 18.. og fer á intereil, hittir síðhærða bólótta stráka á skellinöðrum, fer á böll, diskó, heimtar að vera lengi úti, prufar að detta íða, heimtar að fara í Eyjar, vill fara á blaamandag í Tivoli, vill fara sem skiptinemi, OMG læsum hana inni!! óóó bara að þessir fjórir dagar og þrjár nætur verði fljótir að líða.

Engin ummæli: