10. des. 2005

Netið er komið í lag! Jibbiiii
Svo lengi sem það endist.
það hefur som sem ekkert mikið merkilegt á daga mína drifið undanfarið. Ég er að reyna að undirbúa jólin en það er svona ekki alveg að kikka inn jólastemningin. En hún kemur bara á þorláksmessu held ég svei mér þá.
Það er svaka mikið að gera hjá Chr. og honum gengur bara vel, sem er rosa gott. Við fórum í Julefrúkost með vinnuni hans á fimmtudagskvöldið og það var svakalega huggulegt. Fullt af fólki og góður matur. Allir virtust voða vingjarnlegir og næs. Ég var alsæl. M er dugleg í leikskólanum og henni finnst bara gaman. Hún á afmæli á miðvikudaginn og við ætlum að halda smá veislu þá um eftirmiddaginn og svo ætlum við að halda fjölskyldu afmæli fyrir hana á laugardaginn. R er bara rjómabolla, drekkur hlær og ískrar og skrækir. Prumpar og skælir öðruhvoru enn þó mun minna en áður. Ég hlakka til að fara að hafa heimspekilegar samræður við hana. Ég held hún verði kona með skoðun... litla ljónið.

Engin ummæli: