17. nóv. 2005

Okey ég er hætt í þunglyndinu og búin að kaupa mér kort í leikfimi í Baðhúsi Lindu Pé... muuuuhahahah Rosa fyndið. En Íslendingar eru svo séðir að það er hægt að taka minni grísinn með og stinga henni í pössun á meðan, fyrir aðeins 200 isl.kr. snild.
Ég er líka búin að komast að því að ég er bóndakerling að eðlisfari. Ég er búin að sjóða kjötsúpu og bræða hjörtu nokkura karlmanna með henni og var því fleygt framm í kjötsúpu partýinu að súpan væri betri en hjá "mömmu" altsaa þeirra mömmu. Og í gær sauð ég Svið í fyrstaskipti. Alvöru heima slátruð og sviðin úr Magnússkógum í Dölum. Og ég gerði rófustöppu sem var svaðalega góð. Þetta var étið með bestu lyst á mínu heimili í gær og bað M um meiri eyru og helst líka augað! Mér fannst það heldur gróft og lét mér nægja að éta allt hitt svo mér varð illt af.

2 ummæli:

Heiðrún sagði...

ég iða í skinninu að koma í sláturgerðina, og það verður sko með alvöru mör, þó að Linda P kunni að segja annað!

Frú Elgaard sagði...

All right, lýst á þig eska. Ég bara bíð eftrþér koddu bara.