11. nóv. 2005

Jæja, það hlaut að koma að því. Í kvöld fékk ég fyrsta sjokk kvíðakastið. Allti í einu dembdist yfir mig áhyggjur og kvíði yfir því að sennilega fengi ég aldrei vinnu við neitt alminnilegt og sá mig fyrir mér enda á kassa í Bónus... N.B. eftir 5 1/2 ára háskólanám. Einskinsnýtt og einungis skuldir eingar eignir eimd og volæði. Eftir að hafa tárast yfir þessu í smá tíma og fengið smá ljótu og bísnast yfir of stórum maga og bingóvöðvum tóm sjálfsvorkun. .. helvítis...
En mér líður betur núna.
Ég held að ég verði bara að fókusa á að njóta þess að vera með Reginu. Einhverstaðar er einmitt mitt atvinnutækifæri að bíða eftir mér. Aðsálfsögðu er staðan ekki laus núna vegna þess að ég er með Reginu litla og heima og brjóstin full af mjólk. En næsta sumar þá kemur þetta allt í ljós og ég fæ bara enimitt starfið sem mig langar í. Eða eithvað... skiliru... allavega... prump.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

skil þig! en er ekki málið að setja á stofn fyriræki, eða group, td;
elgaard entertainment group?!
kærustu kveðjur, i
ps. mér finnst þú alltaf sæt... :)

Nafnlaus sagði...

þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af vinnu, njóttu þess bara að vera með krúttinu þínu áður en ballið byrjar!!

Nafnlaus sagði...

Það er sko bara hollt að gráta við og við..........manneskja eins og þú færð pottþétt eitthvað að gera við þitt hæfi;)

Heiðrún sagði...

Þú getur fengið vinnu hjá mér, vantar vana manneskju í létt þrif og sósíalsamveru!

Nafnlaus sagði...

það sem ekki drepur mann......herðir mann.
Þú ert enn lifandi og þess vegna miklu sterkari og svo erbæði hollt og gott að gráta.
Feitan og ljótan eru tímabundið ástand sem fjarar út með jólunum og þorranum og hækkandi sól á ný.
Ormurinn kveður að sinni

Nafnlaus sagði...

og mig vantar pr agent..... launin kannksi ekki til ad mikla sig yfir en ... sætust thu, eg kem i heimsokn i des og fer yfir planid....

Nafnlaus sagði...

uuu afsakid mig sko eg er halldoran. i F blokkinni