14. júl. 2005

Nú á ég að eiga eftir mánuð. Þetta er svolítið skrýtin tilfinning. Ég tel mig trú um að allt verði í lagi og að það skipti ekki svo miklu máli að Chr. sé ekki hjá mér í fæðingunni. En núna þegar ég hugsa um það fer ég næstum að skæla. En svo er það bara að bíta á jaxlin og bölva í hljóði og hugsa um alla hina sem hafa verið í svipaðri aðstöðu. Maðurinn á sjó, í útlöndum, við vinnu eða bara neitar að taka þátt. Ég er pínu aum ég finn það en reyni að láta hann ekki finna fyrir því, því þá er ég hrædd um að hann verði leiður í nýju vinnunni og geti einbeitt sér. Ohh ég vona að þetta gangi rosa vel hjá honum og hann fýli vinnuna. Ég er ekki enn búin að finna fram barna fötin. Ég verð að gera mér ferð út á Vesterbo til þess. Ég hef mig ekki í það enda erum við bara í fríi ennþá. Í staðin keypti ég þrjár samfellur og er búin að þrífa vagninn og svefnpokann. hmmm. Ég ætti kanski að koma þessu í gagnið í dag þar sem það er skýjað. Helst langar mig að það sé bara kominn október núna og öll óvissa úti. En það er gott að lifa í spenningi, maður getur allaveganna ekki kvartað yfir að lífið sé tilbreytingalaust þessa daganna. Og þetta sumarfrí hér í Rungsted er búið að vera algjört æði. Við hjónin erum með stanslausan kjöt svima og barnið er eins og draumur. Sumarfrí er málið.

Engin ummæli: