13. apr. 2008

Fyndið, við hjónin horfðum á söngvakeppni framhaldsskólana í gær og það var fyndið. Eiginmaðurinn var svo pirraður yfir frammistöðunni að hann hljóp fúll í burtu úr sófanum og sakaði hann mig um að pína sig með endalausum bjánhrolli og hrillingi vegna þess að ég ríghélt í fjarstýringuna. Ég skemmti mér konunglega! En eitt fannst mér eftirtektarvert það var að strákarnir sem tóku þátt voru sko ekkert hræddir við að sína tilfinningu og vera með ástarjátningar og næstum fella tár og ég veit ekki hvað. Þegar ég var í fjölbraut þá gat strákur alveg eins komið nakinn framm eða það hefði þótt næstum meira kúl heldur en að syngja ástarljóð og sýna alvöru tilfinningu. Eru þetta áhrif jafnréttis??? Veit ekki...

3 ummæli:

Heiðrún sagði...

ég held að þetta séu einhverskonar samlegðaráhrif, karlar eru að verða kjellingar og öfugt og enginn veit hvernig hann á að vera eða við hverju er búist af honum!

Nafnlaus sagði...

iss wow, þetta er alltof flókið, er ekki bara hægt að kalla þetta Pingósyndrome? Meina gæjinn er næstum kóngur og hann fór að væla í brullupinu sínu. Og Heiðrún, ég er sko ekki að verða kall;)

Pollyanna sagði...

hahahaha þetta er eins og nákvæm lýsing á okkur hjónaleysunum þegar við höfum kíkt á þessa keppni. Úlfar bara brjálast og meikar ekki ástandið.
- hvað er að gerast með ungmennin - hmmm ég held að við séum að eldast og tökum þess vegna betur eftir alls konar litlum asnalegum trendum sem koma fram hjá þeim. Núna er inn að vera emo (emotional)