14. jún. 2006

Ég vinn frá klukkan 7.20 til ca 17.30 eða jafnvel lengur. Þetta er ekki að gera neitt fyrir fjölskyldulífið, félagslífð eða heilsuna.

En í gær fór ég út þegar börnin og maðurinn voru sofnuð og ég tók mig til og sló allan blettinn fyrir framan og aftanhús. Ég hef ekki sleigið í mörg ár. Ansi var þetta hressandi!

2 ummæli:

Regína sagði...

ohhh, djöfullinn! Er þetta það sem bíður manns á Íslandi...vinna vinna vinna? Vá hvað það er erfitt að sleppa hendinni af hinu ljúfa Köbenlífi í rokrassgatið á skerinu.

Nafnlaus sagði...

Velkomin til Íslands mín kæra! Var seinast í vinnu sem var 8-18 alla daga og annanr hver laugardagur 8-14. Þetta endaði með að ég varð alvarlega þunglyndur og þurfti að leita læknishjálpar. Ég hreinlega nenni þessu ekki.